June 10, 2020
Skyrterta
Þessi er sívinsæl og ein sú allra auðveldasta sem hægt er að skvera fram úr annarri hendinni fyrir hvaða veisluborð sem er.

Lu kanilkex
500 gr Kea Vanilluskyr (ég notaði skyrið með súkkulaðibitunum í) gaman að prufa allar gerðir af skyrtegundum og blanda við rjómann.
1 peli Rjómi
Kirsjuberjasósa
Þeyta rjóma. Bæta svo skyrinu varlega saman við rjómann.
Setjið Lu kexið mulið í botn á formi og hellið skyrblöndunni yfir kexið.
Skreytið með kirsjuberjasósu. Líka fallegt að setja nokkur bláber ofan á til skrauts.

Einföld og fljótleg terta.
Verði ykkur að góðu
Uppskrift frá Sigrúnu Sigmars
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 29, 2025 1 Athugasemd
Ís með karamellukurli!
Hefðbundin uppskrift af ís með Rjómasúkkulaði með Karamellukurli og íslensku sjávarsalti frá Síríus. Ég elska að brjóta upp þetta hefðbundna og prufa allsskonar súkkulaðifyllingar, hver það verður næst verður áhugavert að sjá.
October 30, 2025
Einfalda lífræna hindberjapæið (Lilju útgáfa)
Fékk þetta dásamlega góða pæ í boði og það heillaði mig svo að ég bað um uppskriftina sem var auðfengin með hennar tvisti.
Ég tók svo mitt eigið tvist á það og nýtti mitt hefðbundna hráefni en næst mun ég vera búin að verða mér út úm hrásykur, lífrænt haframjöl, spelt og vínsteins lyftiduft, já þessi tvist.
August 10, 2025
Ástakaka Lemon Curd!
Engin venjuleg "ekki" ostakaka, heldur einhver töfra formúla sem hefur verið búin til og enginn af mínu fólki hefur fundið muninn á. Svo, þessi hentar ekki bara fyrir þá sem eru með óþol fyrir ostum eða mjólkuvörum, heldur fyrir alla. Fyrir mína parta, æðisleg ásta/osta kaka.