August 30, 2021
Rabarbarabaka með eplum..
Þegar maður dettur í lukkupottinn við það að óska eftir rabarabara og kallinu er svarað úr mörgum áttum þá bregður maður á leik og nýtir hann í margsskonar eins og t.d. eina böku eða tvær.
Rabarabari
1 epli, niðursneitt
200 g smjör
1 dl sykur
1 tsk lyftiduft
2 dl hveiti
1 tsk vanillusykur
2 egg
Marsipan (eftir smekk)
Núggat (eftir smekk) 
Skolið rabarbarann og hreinsið og skerið niður 1-2 cm þykkar sneiðar.
Raðið rabarbaranum og eplunum í eldfast form, vel botnfylli eða að vild.
Bætið við marsipani og núggati í litlum bitum. (Restina af því er hægt að nota í litlar sætar smákökur)

Bræðið smjör í potti og kælið aðeins og bætið útí þurrefnunum saman við og svo eggjunum. Blandið vel saman og hellið blöndunni yfir rabarbarann og eplin.
Bakið við 170 ° í 25-30 mín eða þangað til bakan er orðið gullin brún.


Berið fram með rjóma eða ís.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 29, 2025 1 Athugasemd
Ís með karamellukurli!
Hefðbundin uppskrift af ís með Rjómasúkkulaði með Karamellukurli og íslensku sjávarsalti frá Síríus. Ég elska að brjóta upp þetta hefðbundna og prufa allsskonar súkkulaðifyllingar, hver það verður næst verður áhugavert að sjá.
October 30, 2025
Einfalda lífræna hindberjapæið (Lilju útgáfa)
Fékk þetta dásamlega góða pæ í boði og það heillaði mig svo að ég bað um uppskriftina sem var auðfengin með hennar tvisti.
Ég tók svo mitt eigið tvist á það og nýtti mitt hefðbundna hráefni en næst mun ég vera búin að verða mér út úm hrásykur, lífrænt haframjöl, spelt og vínsteins lyftiduft, já þessi tvist.
August 10, 2025
Ástakaka Lemon Curd!
Engin venjuleg "ekki" ostakaka, heldur einhver töfra formúla sem hefur verið búin til og enginn af mínu fólki hefur fundið muninn á. Svo, þessi hentar ekki bara fyrir þá sem eru með óþol fyrir ostum eða mjólkuvörum, heldur fyrir alla. Fyrir mína parta, æðisleg ásta/osta kaka.