Rabarbarabaka með eplum..

August 30, 2021

Rabarbarabaka með eplum..

Rabarbarabaka með eplum..
Þegar maður dettur í lukkupottinn við það að óska eftir rabarabara og kallinu er svarað úr mörgum áttum þá bregður maður á leik og nýtir hann í margsskonar eins og t.d. eina böku eða tvær.

Rabarabari
1 epli, niðursneitt
200 g smjör
1 dl sykur
1 tsk lyftiduft
2 dl hveiti
1 tsk vanillusykur
2 egg
Marsipan (eftir smekk)
Núggat (eftir smekk) 

Skolið rabarbarann og hreinsið og skerið niður 1-2 cm þykkar sneiðar.
Raðið rabarbaranum og eplunum í eldfast form, vel botnfylli eða að vild.
Bætið við marsipani og núggati í litlum bitum. (Restina af því er hægt að nota í litlar sætar smákökur)
        
 Bræðið smjör í potti og kælið aðeins og bætið útí þurrefnunum saman við og svo eggjunum. Blandið vel saman og hellið blöndunni yfir rabarbarann og eplin.
Bakið við 170 ° í 25-30 mín eða þangað til bakan er orðið gullin brún. Berið fram með rjóma eða ís.
Einnig í Eftirréttir

Tiramisú
Tiramisú

April 16, 2022

Tiramisú
Það allra besta Tiramisú sem ég hef fengið var hjá henni Dísu vinkonu minni fyrir mörgum árum síðan úti í Þýskalandi, hún er snillingur í allsskonar matargerð og einstaklega lagin í margsskonar eftirréttum,,,

Halda áfram að lesa

Mjólkurhristingur
Mjólkurhristingur

December 23, 2021

Mjólkurhristingur með kaffibragði
Ég er búin að vera prufa hinar ýmsu útfærslur ef mjólkurhristingur og það er svo gaman að henda hinu og þessu saman sem manni dettur í hug að hverju sinni

Halda áfram að lesa

Mjólkurhristingur
Mjólkurhristingur

December 23, 2021

Mjólkurhristingur með jarðaberjabragði
Hérna blanda ég saman ís og skyri, þvílíka snilldin og bragðaðist líka ljómandi vel.

Halda áfram að lesa