Rabarbarabaka með eplum..

August 30, 2021

Rabarbarabaka með eplum..

Rabarbarabaka með eplum..
Þegar maður dettur í lukkupottinn við það að óska eftir rabarabara og kallinu er svarað úr mörgum áttum þá bregður maður á leik og nýtir hann í margsskonar eins og t.d. eina böku eða tvær.

Rabarabari
1 epli, niðursneitt
200 g smjör
1 dl sykur
1 tsk lyftiduft
2 dl hveiti
1 tsk vanillusykur
2 egg
Marsipan (eftir smekk)
Núggat (eftir smekk) 

Skolið rabarbarann og hreinsið og skerið niður 1-2 cm þykkar sneiðar.
Raðið rabarbaranum og eplunum í eldfast form, vel botnfylli eða að vild.
Bætið við marsipani og núggati í litlum bitum. (Restina af því er hægt að nota í litlar sætar smákökur)
        
 Bræðið smjör í potti og kælið aðeins og bætið útí þurrefnunum saman við og svo eggjunum. Blandið vel saman og hellið blöndunni yfir rabarbarann og eplin.
Bakið við 170 ° í 25-30 mín eða þangað til bakan er orðið gullin brún. 



Berið fram með rjóma eða ís.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Eftirréttir

Ástarosta kaka vegan!
Ástarosta kaka vegan!

June 15, 2025

Ástarosta kaka vegan!
Engin venjuleg "ekki" ostakaka, heldur einhver töfra formúla sem hefur verið búin til og enginn af mínu fólki hefur fundið muninn á. Svo, þessi hentar ekki bara fyrir þá sem eru með óþol fyrir ostum eða mjólkuvörum, heldur fyrir alla. Fyrir mína parta, æðisleg ásta/osta kaka.

Halda áfram að lesa

Ís með hvítu Toblerone
Ís með hvítu Toblerone

December 20, 2024

Ís með hvítu Toblerone
Ákvað að prufa að gera Toblerone ísinn með hvítu Toblerone, það eru svo sannarlega fleirri en ein útgáfa af honum og er þessi með púðursykri en finna má aðra á síðunni sem er með flórsykri.

Halda áfram að lesa

Eplakaka með heitri vanillusósu
Eplakaka með heitri vanillusósu

July 12, 2024

Eplakaka með heitri vanillusósu
Þessi var einstaklega ljúffeng og alveg toppurinn að vera með heita vanillusósu með og hugsanlega hefði verið æðislegt að vera líka með vanilluís kúlu.

Halda áfram að lesa