Rabarbarapæ með jarðaberjum

October 31, 2021

Rabarbarapæ með jarðaberjum

Rabarbarapæ með jarðaberjum
Eitt það allra besta sem ég hef fengið og búið til. Ef maður á ekki til annað hvort af hráefninu þá bara um að gera að skipta út fyrir t.d. bláber, hindber, epli, perur, banana, ananas eða það sem sælkerinn í þér segir þér.

Blandan

1 stórt egg
1 bolli sykur
2 msk hveiti
1 tsk vanilluþykkni eða vanillusykur
1 1/2 bolli af rabarbara, skorið í sneiðar/bita
1 1/2 bolli jarðarber, helmingur

Þeytið egg í skál. Þeytið sykur, hveiti og vanillu þar til það er blandað vel saman. Hrærið rabarbara og jarðarber varlega saman við. Hellið blöndunni í eldfast mót. 

Toppurinn

3/4 bolli hveiti
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli haframjöl
1/2 bolli kalt smjör, skorið í teninga
     
Blandið saman hveiti, púðursykur og haframjölinu og dreifið yfir blönduna og skerið svo smjörið í litla teninga og dreifið jafnt yfir.

Hitið ofninn í 200°c.

Bakið 10 mínútur. Lækkaðu svo hitann niður í 180°c og bakaðu þar til skorpan er gullinbrún og fyllingin freyðandi, um það bil 35 mínútum lengur. 

Ef þú notar frosinn rabarbara skaltu láta hann þyðna fyrst.  Ég frysti alltaf í 1.kíló saman í poka til að eiga yfir veturinn sem er dásamleg búbót annað hvort í sultur, graut eða pæ.

Berið fram með rjóma eða ís.

Deilið með gleði.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Eftirréttir

Kókosbollu eftirréttur
Kókosbollu eftirréttur

February 03, 2023

Kókosbollu eftirréttur
Þessi eftirréttur var búinn til og borinn fram á nýjársdegi 2023 með rjóma og ís og var algjört salgæti. Ég reyndar bjó bara til úr helming uppskriftarinnar þar sem við vorum ekki svo mörg.

Halda áfram að lesa

Creme brulee
Creme brulee

October 24, 2022

Créme brulée
Einn af mínum uppáhalds eftirréttum og hentar á veisluborðið allt árið þótt margir tengi hann við jólin. Ég fékk svona um daginn og þá hafði verið settur smá,,,

Halda áfram að lesa

Eplapæ
Eplapæ

October 14, 2022

Eplapæ
Þessa einföldu og góðu uppskrift fékk ég hjá henni Sigrúnu vinkonu minni en ég smakkaði hana hjá henni fyrir stuttu síðan og er búin að gera hana sjálf tvisvar sinnum, svo einföld og góð er hún.

Halda áfram að lesa