Rabarbarapæ með jarðaberjum

October 31, 2021

Rabarbarapæ með jarðaberjum

Rabarbarapæ með jarðaberjum
Eitt það allra besta sem ég hef fengið og búið til. Ef maður á ekki til annað hvort af hráefninu þá bara um að gera að skipta út fyrir t.d. bláber, hindber, epli, perur, banana, ananas eða það sem sælkerinn í þér segir þér.

Blandan

1 stórt egg
1 bolli sykur
2 msk hveiti
1 tsk vanilluþykkni eða vanillusykur
1 1/2 bolli af rabarbara, skorið í sneiðar/bita
1 1/2 bolli jarðarber, helmingur

Þeytið egg í skál. Þeytið sykur, hveiti og vanillu þar til það er blandað vel saman. Hrærið rabarbara og jarðarber varlega saman við. Hellið blöndunni í eldfast mót. 

Toppurinn

3/4 bolli hveiti
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli haframjöl
1/2 bolli kalt smjör, skorið í teninga
     
Blandið saman hveiti, púðursykur og haframjölinu og dreifið yfir blönduna og skerið svo smjörið í litla teninga og dreifið jafnt yfir.

Hitið ofninn í 200°c.

Bakið 10 mínútur. Lækkaðu svo hitann niður í 180°c og bakaðu þar til skorpan er gullinbrún og fyllingin freyðandi, um það bil 35 mínútum lengur. 

Ef þú notar frosinn rabarbara skaltu láta hann þyðna fyrst.  Ég frysti alltaf í 1.kíló saman í poka til að eiga yfir veturinn sem er dásamleg búbót annað hvort í sultur, graut eða pæ.

Berið fram með rjóma eða ís.

Deilið með gleði.

Einnig í Eftirréttir

Makkarónuávaxtasæla
Makkarónuávaxtasæla

September 19, 2021

Makkarónuávaxtasæla
Þessi dásamlega eftirréttar uppskrift er komin frá henni Brynju vinkonu minni en hún lumar á þeim mörgum góðum og deilir hérna með okkur.

Halda áfram að lesa

Rabarbarabaka með eplum..
Rabarbarabaka með eplum..

August 30, 2021

Rabarbarabaka með eplum..
Þegar maður dettur í lukkupottinn við það að óska eftir rabarabara og kallinu er svarað úr mörgum áttum þá bregður maður á leik og nýtir hann í margsskonar

Halda áfram að lesa

Karamellu royal
Karamellu royal

September 13, 2020

Karamellu royal
Stundum má, já það má setja í einn eftirrétt sem samanstendur af Saltkaramellubúðin frá Royal, rjóma, súkkulaði með saltkringlum og 

Halda áfram að lesa