Perur á pönnu

April 08, 2020

Perur á pönnu

Perur á pönnu!
(Fyrir 5-6)
Ég hef svo gaman að gera mínar eigin uppskriftir og nýta mér elsku vini mína sem tilraunadýr og ef tilraunir mínar heppnast þá set ég þær hérna inn og þetta er ein af þeim, hún heppnaðist ljómandi vel og stóðs væntingar mínar, vonandi þínar líka.

4-6 perur (fer eftir stærð þeirra)
1.msk kanill
2.msk hrásykur 
Olía

Afhýðir perurnar og skerið í helminga.
Hrærið saman kanil og hrásykri og stráið yfir perurnar.
Setjið olíu á pönnu og raðið perunum fallega á hana í hring.
Látið perurnar grauma á vægum hita í ca.20 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar.

Berið fram með grísku jógúrti hreinni, Lemon Curd og Red Pepper Jelly frá Stonewall Kitchen (ég prufaði líka gríska jógúrt með Kaffi og súkkulaði bragði og kom það skemmtilega á óvart)

Verði ykkur að góðu!
Deilið að vild.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Eftirréttir

Eplakaka með heitri vanillusósu
Eplakaka með heitri vanillusósu

July 12, 2024

Eplakaka með heitri vanillusósu
Þessi var einstaklega ljúffeng og alveg toppurinn að vera með heita vanillusósu með og hugsanlega hefði verið æðislegt að vera líka með vanilluís kúlu.

Halda áfram að lesa

Finnsk eplakaka!
Finnsk eplakaka!

May 20, 2024

Finnsk eplakaka!
Afar einföld og góð, hvort heldur sem bætt er saman við hana eplum eða rabarabara, jafnvel bláberjum eða öðru gómsætu. Ég setti í hana gómsæt epli og tvöfaldaði uppskriftina að þessu sinni.

Halda áfram að lesa

Royal Bananasplitt
Royal Bananasplitt

April 15, 2023

Royal Bananasplitt
Ég hef haft gaman að því að setja Royal búðingana í smá tvist, þótt svo að sumir í fjölskyldunni vilji bara venjulegan og ekkert tvist þá finnst öðrum oft gaman að

Halda áfram að lesa