March 21, 2020
Ostakaka
Ein sú allra besta sem ég hef nokkurntíman fengið eða búið til sjálf, vitið, hún er syndsamlega góð og ef það er afgangur, þá mun hann halda fyrir ykkur vöku, borgar sig að sjá við sér og frysta hann þar til síðar, trúið mér!
Þetta er það sem þarf í ostakökuna ljúffengu
250 gr makkarónukökur
100 gr ísl smjör brætt yfir kökurnar og þjappað saman í botninn
200 gr flórsykur
1 dós rjómaostur 500 gr í bláu boxunum
3 tsk vanillusykur
þetta hrært saman
1/2 lítri rjómi þeyttur blandaður saman við
krem:
150 gr súkkulaði brætt
1 dós sýrður rjómi
1 msk olía
þessu blandað saman og sett yfir kökuna
Það er hægt að setja hana í eldafast mót, kökumót og svo er líka hægt að setja hana í litlar og sætar skálar.
Njótið & deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 20, 2024
July 12, 2024
Eplakaka með heitri vanillusósu
Þessi var einstaklega ljúffeng og alveg toppurinn að vera með heita vanillusósu með og hugsanlega hefði verið æðislegt að vera líka með vanilluís kúlu.
May 20, 2024