Makkarónuávaxtasæla

September 19, 2021

Makkarónuávaxtasæla

Makkarónuávaxtasæla
Ein af þessum gömlu góðu sem er líka svo fersk og góð og hentar vel á veisluborðið.
Þessi dásamlega eftirréttar uppskrift er komin frá henni Brynju vinkonu minni en hún lumar á þeim mörgum góðum og deilir hérna með okkur.

1.poki makkarónur
2.bananar
2.appelsínur
100.gr suðusúkkulaði
50-100 gr döðlur
2-3 kíwí
½ lítri rjómi
Blandaður ávaxtasafi, ca 1 lítil ferna

Myljið makkarónurnar smátt niður og setjið í botninn á eldföstu móti sem má fara í frysti.
Hellið safanum yfir makkarónurnar til að mýkja þær upp. Skerið niður banana og appelsínur og raðið yfir ásamt smátt skornu súkkulaðinu og döðlunum. Þeytið rjómann og bætið honum ofaná og skreytið svo með niðurskornu kiwi og smá súkkulaði. Þennan rétt má fyrsta og gott er að setja hann inn í fyrsti í smá
stund áður en hann er borin fram.

Uppskrift & skreyting: Brynja Dýrleif
Myndataka: Ingunn Mjöll

Deilið með gleði.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Eftirréttir

Kókosbollu eftirréttur
Kókosbollu eftirréttur

February 03, 2023

Kókosbollu eftirréttur
Þessi eftirréttur var búinn til og borinn fram á nýjársdegi 2023 með rjóma og ís og var algjört salgæti. Ég reyndar bjó bara til úr helming uppskriftarinnar þar sem við vorum ekki svo mörg.

Halda áfram að lesa

Creme brulee
Creme brulee

October 24, 2022

Créme brulée
Einn af mínum uppáhalds eftirréttum og hentar á veisluborðið allt árið þótt margir tengi hann við jólin. Ég fékk svona um daginn og þá hafði verið settur smá,,,

Halda áfram að lesa

Eplapæ
Eplapæ

October 14, 2022

Eplapæ
Þessa einföldu og góðu uppskrift fékk ég hjá henni Sigrúnu vinkonu minni en ég smakkaði hana hjá henni fyrir stuttu síðan og er búin að gera hana sjálf tvisvar sinnum, svo einföld og góð er hún.

Halda áfram að lesa