September 19, 2021
Makkarónuávaxtasæla
Ein af þessum gömlu góðu sem er líka svo fersk og góð og hentar vel á veisluborðið.
Þessi dásamlega eftirréttar uppskrift er komin frá henni Brynju vinkonu minni en hún lumar á þeim mörgum góðum og deilir hérna með okkur.
1.poki makkarónur
2.bananar
2.appelsínur
100.gr suðusúkkulaði
50-100 gr döðlur
2-3 kíwí
½ lítri rjómi
Blandaður ávaxtasafi, ca 1 lítil ferna
Myljið makkarónurnar smátt niður og setjið í botninn á eldföstu móti sem má fara í frysti.
Hellið safanum yfir makkarónurnar til að mýkja þær upp. Skerið niður banana og appelsínur og raðið yfir ásamt smátt skornu súkkulaðinu og döðlunum. Þeytið rjómann og bætið honum ofaná og skreytið svo með niðurskornu kiwi og smá súkkulaði. Þennan rétt má fyrsta og gott er að setja hann inn í fyrsti í smá
stund áður en hann er borin fram.
Uppskrift & skreyting: Brynja Dýrleif
Myndataka: Ingunn Mjöll
Deilið með gleði.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 12, 2024
Eplakaka með heitri vanillusósu
Þessi var einstaklega ljúffeng og alveg toppurinn að vera með heita vanillusósu með og hugsanlega hefði verið æðislegt að vera líka með vanilluís kúlu.
May 20, 2024
April 15, 2023