Makkarónuávaxtasæla

September 19, 2021

Makkarónuávaxtasæla

Makkarónuávaxtasæla
Ein af þessum gömlu góðu sem er líka svo fersk og góð og hentar vel á veisluborðið.
Þessi dásamlega eftirréttar uppskrift er komin frá henni Brynju vinkonu minni en hún lumar á þeim mörgum góðum og deilir hérna með okkur.

1.poki makkarónur
2.bananar
2.appelsínur
100.gr suðusúkkulaði
50-100 gr döðlur
2-3 kíwí
½ lítri rjómi
Blandaður ávaxtasafi, ca 1 lítil ferna

Myljið makkarónurnar smátt niður og setjið í botninn á eldföstu móti sem má fara í frysti.
Hellið safanum yfir makkarónurnar til að mýkja þær upp. Skerið niður banana og appelsínur og raðið yfir ásamt smátt skornu súkkulaðinu og döðlunum. Þeytið rjómann og bætið honum ofaná og skreytið svo með niðurskornu kiwi og smá súkkulaði. Þennan rétt má fyrsta og gott er að setja hann inn í fyrsti í smá
stund áður en hann er borin fram.

Uppskrift & skreyting: Brynja Dýrleif
Myndataka: Ingunn Mjöll

Deilið með gleði.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Eftirréttir

Ís með hvítu Toblerone
Ís með hvítu Toblerone

December 20, 2024

Ís með hvítu Toblerone
Ákvað að prufa að gera Toblerone ísinn með hvítu Toblerone, það eru svo sannarlega fleirri en ein útgáfa af honum og er þessi með púðursykri en finna má aðra á síðunni sem er með flórsykri.

Halda áfram að lesa

Eplakaka með heitri vanillusósu
Eplakaka með heitri vanillusósu

July 12, 2024

Eplakaka með heitri vanillusósu
Þessi var einstaklega ljúffeng og alveg toppurinn að vera með heita vanillusósu með og hugsanlega hefði verið æðislegt að vera líka með vanilluís kúlu.

Halda áfram að lesa

Finnsk eplakaka!
Finnsk eplakaka!

May 20, 2024

Finnsk eplakaka!
Afar einföld og góð, hvort heldur sem bætt er saman við hana eplum eða rabarabara, jafnvel bláberjum eða öðru gómsætu. Ég setti í hana gómsæt epli og tvöfaldaði uppskriftina að þessu sinni.

Halda áfram að lesa