February 03, 2023
Kókosbollu eftirréttur
Þessi eftirréttur var búinn til og borinn fram á nýjársdegi 2023 með rjóma og ís og var algjört salgæti. Ég reyndar bjó bara til úr helming uppskriftarinnar þar sem við vorum ekki svo mörg.
2 öskjur jarðaber
2 öskjur bláber
3 st bananar
100 gr bökunarsúkkulaði
6-8 kókosbollur
Þeyttur rjómi

Bláber, jarðaber og bananar sett í botn á eldföstu formi og dreift jafnt.
Ágætt að skera jarðaberin í 2-4 bita og bananana þarf sömuleiðis að skera í hæfilega bita.


Súkkulaði saxað niður og sett yfir ávextina og kókosbollurnar svo kramdar þar ofaná.
Sett í 150°c heitan ofn í 6-9 mínútur eða þangað til kókosbollurnar fara að dökkna.

Tekið út og látið kólna aðeins áður en rétturinn er borinn fram með þeyttum rjóma.
Uppskrift frá Sigrúnu Sæmundsdóttur
Ljósmyndir Ingunn Mjöll
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 29, 2025
Ís með karamellukurli!
Hefðbundin uppskrift af ís með Rjómasúkkulaði með Karamellukurli og íslensku sjávarsalti frá Síríus. Ég elska að brjóta upp þetta hefðbundna og prufa allsskonar súkkulaðifyllingar, hver það verður næst verður áhugavert að sjá.
October 30, 2025
Einfalda lífræna hindberjapæið (Lilju útgáfa)
Fékk þetta dásamlega góða pæ í boði og það heillaði mig svo að ég bað um uppskriftina sem var auðfengin með hennar tvisti.
Ég tók svo mitt eigið tvist á það og nýtti mitt hefðbundna hráefni en næst mun ég vera búin að verða mér út úm hrásykur, lífrænt haframjöl, spelt og vínsteins lyftiduft, já þessi tvist.
August 10, 2025
Ástakaka Lemon Curd!
Engin venjuleg "ekki" ostakaka, heldur einhver töfra formúla sem hefur verið búin til og enginn af mínu fólki hefur fundið muninn á. Svo, þessi hentar ekki bara fyrir þá sem eru með óþol fyrir ostum eða mjólkuvörum, heldur fyrir alla. Fyrir mína parta, æðisleg ásta/osta kaka.