February 03, 2023
Kókosbollu eftirréttur
Þessi eftirréttur var búinn til og borinn fram á nýjársdegi 2023 með rjóma og ís og var algjört salgæti. Ég reyndar bjó bara til úr helming uppskriftarinnar þar sem við vorum ekki svo mörg.
2 öskjur jarðaber
2 öskjur bláber
3 st bananar
100 gr bökunarsúkkulaði
6-8 kókosbollur
Þeyttur rjómi
Bláber, jarðaber og bananar sett í botn á eldföstu formi og dreift jafnt.
Ágætt að skera jarðaberin í 2-4 bita og bananana þarf sömuleiðis að skera í hæfilega bita.
Súkkulaði saxað niður og sett yfir ávextina og kókosbollurnar svo kramdar þar ofaná.
Sett í 150°c heitan ofn í 6-9 mínútur eða þangað til kókosbollurnar fara að dökkna.
Tekið út og látið kólna aðeins áður en rétturinn er borinn fram með þeyttum rjóma.
Uppskrift frá Sigrúnu Sæmundsdóttur
Ljósmyndir Ingunn Mjöll
October 24, 2022
October 14, 2022
April 16, 2022