Kókosbollu eftirréttur

February 03, 2023

Kókosbollu eftirréttur

Kókosbollu eftirréttur
Þessi eftirréttur var búinn til og borinn fram á nýjársdegi 2023 með rjóma og ís og var algjört salgæti. Ég reyndar bjó bara til úr helming uppskriftarinnar þar sem við vorum ekki svo mörg.

2 öskjur jarðaber
2 öskjur bláber
3 st bananar
100 gr bökunarsúkkulaði
6-8 kókosbollur
Þeyttur rjómi

Bláber, jarðaber og bananar sett í botn á eldföstu formi og dreift jafnt.
Ágætt að skera jarðaberin í 2-4 bita og bananana þarf sömuleiðis að skera í hæfilega bita.




Súkkulaði saxað niður og sett yfir ávextina og kókosbollurnar svo kramdar þar ofaná.
Sett í 150°c heitan ofn í 6-9 mínútur eða þangað til kókosbollurnar fara að dökkna.


Tekið út og látið kólna aðeins áður en rétturinn er borinn fram með þeyttum rjóma.


Uppskrift frá Sigrúnu Sæmundsdóttur
Ljósmyndir Ingunn Mjöll




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Eftirréttir

Ástarosta kaka vegan!
Ástarosta kaka vegan!

June 15, 2025

Ástarosta kaka vegan!
Engin venjuleg "ekki" ostakaka, heldur einhver töfra formúla sem hefur verið búin til og enginn af mínu fólki hefur fundið muninn á. Svo, þessi hentar ekki bara fyrir þá sem eru með óþol fyrir ostum eða mjólkuvörum, heldur fyrir alla. Fyrir mína parta, æðisleg ásta/osta kaka.

Halda áfram að lesa

Ís með hvítu Toblerone
Ís með hvítu Toblerone

December 20, 2024

Ís með hvítu Toblerone
Ákvað að prufa að gera Toblerone ísinn með hvítu Toblerone, það eru svo sannarlega fleirri en ein útgáfa af honum og er þessi með púðursykri en finna má aðra á síðunni sem er með flórsykri.

Halda áfram að lesa

Eplakaka með heitri vanillusósu
Eplakaka með heitri vanillusósu

July 12, 2024

Eplakaka með heitri vanillusósu
Þessi var einstaklega ljúffeng og alveg toppurinn að vera með heita vanillusósu með og hugsanlega hefði verið æðislegt að vera líka með vanilluís kúlu.

Halda áfram að lesa