Karamellu royal

September 13, 2020

Karamellu royal

Karamellu royal
Stundum má, já það má setja í einn eftirrétt sem samanstendur af Saltkaramellubúðin frá Royal, rjóma, súkkulaði með saltkringlum og karamellusósu, var ég búin að minnast á karamellu.

2.pakkar af Saltkaramellu búðing frá Royal
1/2 lítri af rjóma
Súkkulaðiplata frá Nóa & Síríus með saltkringlum eða annað súkkulaði
Lu kex (gott að brytja smátt og setja í botninn eða eitthvað annað gott)

Þeytið rjómann
Blandið saman pökkunum af búðingunum og mjólk eftir leiðbeiningum.
Blandið saman svo í skálarnar búðing og rjóma en hafið töluvert meira af búðinginum í skálunum en rjóma (ágætt að hafa auka af honum í skál til hliðar ef fólk vill meiri rjóma).

Brytjið Lu kexinu vel í botninn, ágætt að hella smá bráðnu smjöri yfir eða jafnvel bara smá af heitu kaffi til að bleita upp í kexinu.

Skreytið svo með Saltkringlu súkkulaðinu og karamellusósu.

Njótið & deilið að vild.


Einnig í Eftirréttir

Rabarbarapæ með jarðaberjum
Rabarbarapæ með jarðaberjum

October 31, 2021

Rabarbarapæ með jarðaberjum
Eitt það allra besta sem ég hef fengið og búið til. Ef maður á ekki til annað hvort af hráefninu þá bara um að gera að skipta út fyrir t.d. bláber, epli, perur, ananas eða

Halda áfram að lesa

Makkarónuávaxtasæla
Makkarónuávaxtasæla

September 19, 2021

Makkarónuávaxtasæla
Þessi dásamlega eftirréttar uppskrift er komin frá henni Brynju vinkonu minni en hún lumar á þeim mörgum góðum og deilir hérna með okkur.

Halda áfram að lesa

Rabarbarabaka með eplum..
Rabarbarabaka með eplum..

August 30, 2021

Rabarbarabaka með eplum..
Þegar maður dettur í lukkupottinn við það að óska eftir rabarabara og kallinu er svarað úr mörgum áttum þá bregður maður á leik og nýtir hann í margsskonar

Halda áfram að lesa