Karamellu royal

September 13, 2020

Karamellu royal

Karamellu royal
Stundum má, já það má setja í einn eftirrétt sem samanstendur af Saltkaramellubúðin frá Royal, rjóma, súkkulaði með saltkringlum og karamellusósu, var ég búin að minnast á karamellu.

2.pakkar af Saltkaramellu búðing frá Royal
1/2 lítri af rjóma
Súkkulaðiplata frá Nóa & Síríus með saltkringlum eða annað súkkulaði
Lu kex (gott að brytja smátt og setja í botninn eða eitthvað annað gott)

Þeytið rjómann
Blandið saman pökkunum af búðingunum og mjólk eftir leiðbeiningum.
Blandið saman svo í skálarnar búðing og rjóma en hafið töluvert meira af búðinginum í skálunum en rjóma (ágætt að hafa auka af honum í skál til hliðar ef fólk vill meiri rjóma).

Brytjið Lu kexinu vel í botninn, ágætt að hella smá bráðnu smjöri yfir eða jafnvel bara smá af heitu kaffi til að bleita upp í kexinu.

Skreytið svo með Saltkringlu súkkulaðinu og karamellusósu.

Njótið & deilið að vild.


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Eftirréttir

Eplakaka með heitri vanillusósu
Eplakaka með heitri vanillusósu

July 12, 2024

Eplakaka með heitri vanillusósu
Þessi var einstaklega ljúffeng og alveg toppurinn að vera með heita vanillusósu með og hugsanlega hefði verið æðislegt að vera líka með vanilluís kúlu.

Halda áfram að lesa

Finnsk eplakaka!
Finnsk eplakaka!

May 20, 2024

Finnsk eplakaka!
Afar einföld og góð, hvort heldur sem bætt er saman við hana eplum eða rabarabara, jafnvel bláberjum eða öðru gómsætu. Ég setti í hana gómsæt epli og tvöfaldaði uppskriftina að þessu sinni.

Halda áfram að lesa

Royal Bananasplitt
Royal Bananasplitt

April 15, 2023

Royal Bananasplitt
Ég hef haft gaman að því að setja Royal búðingana í smá tvist, þótt svo að sumir í fjölskyldunni vilji bara venjulegan og ekkert tvist þá finnst öðrum oft gaman að

Halda áfram að lesa