Karamellu royal

September 13, 2020

Karamellu royal

Karamellu royal
Stundum má, já það má setja í einn eftirrétt sem samanstendur af Saltkaramellubúðin frá Royal, rjóma, súkkulaði með saltkringlum og karamellusósu, var ég búin að minnast á karamellu.

2.pakkar af Saltkaramellu búðing frá Royal
1/2 lítri af rjóma
Súkkulaðiplata frá Nóa & Síríus með saltkringlum eða annað súkkulaði
Lu kex (gott að brytja smátt og setja í botninn eða eitthvað annað gott)

Þeytið rjómann
Blandið saman pökkunum af búðingunum og mjólk eftir leiðbeiningum.
Blandið saman svo í skálarnar búðing og rjóma en hafið töluvert meira af búðinginum í skálunum en rjóma (ágætt að hafa auka af honum í skál til hliðar ef fólk vill meiri rjóma).

Brytjið Lu kexinu vel í botninn, ágætt að hella smá bráðnu smjöri yfir eða jafnvel bara smá af heitu kaffi til að bleita upp í kexinu.

Skreytið svo með Saltkringlu súkkulaðinu og karamellusósu.

Njótið & deilið að vild.


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Eftirréttir

Ís með karamellukurli!
Ís með karamellukurli!

November 29, 2025 1 Athugasemd

Ís með karamellukurli!
Hefðbundin uppskrift af ís með Rjómasúkkulaði með Karamellukurli og íslensku sjávarsalti frá Síríus. Ég elska að brjóta upp þetta hefðbundna og prufa allsskonar súkkulaðifyllingar, hver það verður næst verður áhugavert að sjá.

Halda áfram að lesa

Hindberjapæ Lilju!
Hindberjapæ Lilju!

October 30, 2025

Einfalda lífræna hindberjapæið (Lilju útgáfa)
Fékk þetta dásamlega góða pæ í boði og það heillaði mig svo að ég bað um uppskriftina sem var auðfengin með hennar tvisti. 

Ég tók svo mitt eigið tvist á það og nýtti mitt hefðbundna hráefni en næst mun ég vera búin að verða mér út úm hrásykur, lífrænt haframjöl, spelt og vínsteins lyftiduft, já þessi tvist.

Halda áfram að lesa

Ástakaka Lemon Curd!
Ástakaka Lemon Curd!

August 10, 2025

Ástakaka Lemon Curd!
Engin venjuleg "ekki" ostakaka, heldur einhver töfra formúla sem hefur verið búin til og enginn af mínu fólki hefur fundið muninn á. Svo, þessi hentar ekki bara fyrir þá sem eru með óþol fyrir ostum eða mjólkuvörum, heldur fyrir alla. Fyrir mína parta, æðisleg ásta/osta kaka.

Halda áfram að lesa