Karamellu royal

September 13, 2020

Karamellu royal

Karamellu royal
Stundum má, já það má setja í einn eftirrétt sem samanstendur af Saltkaramellubúðin frá Royal, rjóma, súkkulaði með saltkringlum og karamellusósu, var ég búin að minnast á karamellu.

2.pakkar af Saltkaramellu búðing frá Royal
1/2 lítri af rjóma
Súkkulaðiplata frá Nóa & Síríus með saltkringlum eða annað súkkulaði
Lu kex (gott að brytja smátt og setja í botninn eða eitthvað annað gott)

Þeytið rjómann
Blandið saman pökkunum af búðingunum og mjólk eftir leiðbeiningum.
Blandið saman svo í skálarnar búðing og rjóma en hafið töluvert meira af búðinginum í skálunum en rjóma (ágætt að hafa auka af honum í skál til hliðar ef fólk vill meiri rjóma).

Brytjið Lu kexinu vel í botninn, ágætt að hella smá bráðnu smjöri yfir eða jafnvel bara smá af heitu kaffi til að bleita upp í kexinu.

Skreytið svo með Saltkringlu súkkulaðinu og karamellusósu.

Njótið & deilið að vild.


Einnig í Eftirréttir

Skyrterta
Skyrterta

June 10, 2020

Skyrterta
Þessi er sívinsæl og ein sú allra auðveldasta sem hægt er að skvera fram úr annarri hendinni fyrir hvaða veisluborð sem er.

Halda áfram að lesa

Skyrterta Creme brulee
Skyrterta Creme brulee

May 18, 2020

Skyrterta Creme brulee
Það er svo gaman og auðvelt að útbúa ljúffenga eftirrétti úr skyri og þegar kemur að skyri í dag þá eru bragðtegundirnar í miklu úrvali. Ég ákvað að prufa mig aðeins áfra

Halda áfram að lesa

Perur á pönnu
Perur á pönnu

April 08, 2020

Perur á pönnu!
Ég hef svo gaman að gera mínar eigin uppskriftir og nýta mér elsku vini mína sem tilraunadýr og ef tilraunir mínar heppnast þá set ég þær hérna inn og 

Halda áfram að lesa