Toblerone jólaís.

February 11, 2020

Toblerone jólaís.

Toblerone jólaís!
Hjá mörgum koma jólin ekki nema með Toblerone jólaísnum, gerið svo vel!

  • 1 L þeyttur rjómi
  • 6-7 eggjarauður
  • 3 heil egg
  • 230 gr flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar 
  • 250 gr saxað toblerone 
  • Byrja á því að þeyta rjómann. þrífa skálina þeyta eggjarauður, eggin og flórsykur vel og einnig alveg þangað til að blandan er orðin létt.
  • setja vanilludrop, rjóma og saxað toblerone útí með SLEIF og hræra varlega.
  • Setja í ísbox og setja í frystir. Svo til gaman má geta þá má nota konfekt í stað toblerone eða þá sukkulaðispænir.
  •  
  • Svo má setja smá Baileys í stað vanilludropa, fyrir þá sem finnst Baileys gott.
  •  
  • Verði ykkur að góðu.

    Uppskrift frá Sigrúnu Sigmars.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Eftirréttir

Ástarosta kaka vegan!
Ástarosta kaka vegan!

June 15, 2025

Ástarosta kaka vegan!
Engin venjuleg "ekki" ostakaka, heldur einhver töfra formúla sem hefur verið búin til og enginn af mínu fólki hefur fundið muninn á. Svo, þessi hentar ekki bara fyrir þá sem eru með óþol fyrir ostum eða mjólkuvörum, heldur fyrir alla. Fyrir mína parta, æðisleg ásta/osta kaka.

Halda áfram að lesa

Ís með hvítu Toblerone
Ís með hvítu Toblerone

December 20, 2024

Ís með hvítu Toblerone
Ákvað að prufa að gera Toblerone ísinn með hvítu Toblerone, það eru svo sannarlega fleirri en ein útgáfa af honum og er þessi með púðursykri en finna má aðra á síðunni sem er með flórsykri.

Halda áfram að lesa

Eplakaka með heitri vanillusósu
Eplakaka með heitri vanillusósu

July 12, 2024

Eplakaka með heitri vanillusósu
Þessi var einstaklega ljúffeng og alveg toppurinn að vera með heita vanillusósu með og hugsanlega hefði verið æðislegt að vera líka með vanilluís kúlu.

Halda áfram að lesa