March 08, 2020
Ís með fylltu súkkulaði.
Ekkert smá girnó, núna er bara að prufa sig áfram með fyllingar enda eru þær orðnar ansi margar í boði.
4 stk. eggjarauður
1 stk. egg
100 gr. sykur
5 dl rjómi
2 stk. fyllt súkkulaði (t.d. m/karamellu eða piparmyntu)
Þeytið saman egg, eggjarauður og sykur, blandið þeyttum rjómanum saman við.
Saxið niður súkkulaðið og blandið saman við með sleikju, og btw það er sama hvaðasúkkulaði er notað allt er jafn gott, einnig er misjafnt hversu mikið skal nota af súkkulaðinu.
Frystið ísinn og berið fram með góðri sósu
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 20, 2024
July 12, 2024
Eplakaka með heitri vanillusósu
Þessi var einstaklega ljúffeng og alveg toppurinn að vera með heita vanillusósu með og hugsanlega hefði verið æðislegt að vera líka með vanilluís kúlu.
May 20, 2024