March 08, 2020
Ís með fylltu súkkulaði.
Ekkert smá girnó, núna er bara að prufa sig áfram með fyllingar enda eru þær orðnar ansi margar í boði.
4 stk. eggjarauður
1 stk. egg
100 gr. sykur
5 dl rjómi
2 stk. fyllt súkkulaði (t.d. m/karamellu eða piparmyntu)
Þeytið saman egg, eggjarauður og sykur, blandið þeyttum rjómanum saman við.
Saxið niður súkkulaðið og blandið saman við með sleikju, og btw það er sama hvaðasúkkulaði er notað allt er jafn gott, einnig er misjafnt hversu mikið skal nota af súkkulaðinu.
Frystið ísinn og berið fram með góðri sósu
April 16, 2022
December 23, 2021
December 23, 2021