Finnsk eplakaka!

May 20, 2024

Finnsk eplakaka!

Finnsk eplakaka!
Afar einföld og góð, hvort heldur sem bætt er saman við hana eplum eða rabarabara, jafnvel bláberjum eða öðru gómsætu. Ég setti í hana gómsæt epli og tvöfaldaði uppskriftina að þessu sinni.

Þeytið þar til létt og ljóst

2 egg
100 gr sykur
50 gr smjör, brætt og kælt lítilega
1 tsk vanilludropar
150 gr hveiti
1 dl rjómi
1-2 epli eða 200 gr rabarabari, skorin í litla bita (notaði 3 lítil epli í tvöfalda)
3-4 msk hrásykur, ég notaði bara eins og ég þurfti af hrásykrinum

Setjið blönduna í eldfast mót

Skerið eplin í litla bita og stingið þeim jafnt og þétt ofan í blönduna þegar búið er að velta þeim upp úr hrásykrinum. Stráið svo hrásykri yfir.

Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst. Blandið saman smjöri og vanilludropum saman við. Bætið svo hveitinu saman við og hrærið og bætið síðan rjómanum saman við. Hellið blöndunni í kringlótt eldfast mót eða annað sem þið eigið til. Veltið eplabitunum upp úr hrásykrinum og dreifið þeim jafnt í degið og stráið restinni af sykrinum ofan á kökuna og bakið í 25-30 mínútur á 180°c fyrir miðjum ofni. Berið fram með ís eða rjóma og njótið vel.

Deilið með gleði...

Þið finnið okkur líka á Instagram

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Eftirréttir

Royal Bananasplitt
Royal Bananasplitt

April 15, 2023

Royal Bananasplitt
Ég hef haft gaman að því að setja Royal búðingana í smá tvist, þótt svo að sumir í fjölskyldunni vilji bara venjulegan og ekkert tvist þá finnst öðrum oft gaman að

Halda áfram að lesa

Pipp Royal búðingur
Pipp Royal búðingur

April 09, 2023

Pipp Royal búðingur
Þessi er bara einfaldur og góður, stundum alveg óþarfi að flækja hluting um og of alltaf.

Halda áfram að lesa

Kókosbollu eftirréttur
Kókosbollu eftirréttur

February 03, 2023

Kókosbollu eftirréttur
Þessi eftirréttur var búinn til og borinn fram á nýjársdegi 2023 með rjóma og ís og var algjört salgæti. Ég reyndar bjó bara til úr helming uppskriftarinnar þar sem við vorum ekki svo mörg.

Halda áfram að lesa