October 14, 2022
Eplapæ
Þessa einföldu og góðu uppskrift fékk ég hjá henni Sigrúnu vinkonu minni en ég smakkaði hana hjá henni fyrir stuttu síðan og er búin að gera hana sjálf tvisvar sinnum, svo einföld og góð er hún.
3-4 epli
Kanill
100 gr hveiti
100 gr sykur
100 gr smjör
Ef uppskriftin á að vera stærri þá er minnsta mál að hækka hlutföllin jafnt upp í 200 gr af hverju, 300, 400 o.s.v að viðbættum fleirri eplum að sjálfsögðu.
Flysjið eplin og takið úr þeim fræin og skerið svo í jafna báta.
Raðið þeim í eldfast mót, munið að smyrja það vel áður og sáldrið svo yfir eplin kanil.
Blandið saman þurrefnunum og smjörinu svo saman við. (Ég hef persónulega tekið smjörið út kalt og skorið það í smá bita og dreifa því jafnt yfir þar sem það bráðnar vel saman við). Ég sé reyndar fyrir mér að gott geti verið að bæta smá haframjöli saman við, prufa það næst.
Hitið í ofni á 180°c þar til gullinbrún.
Berið svo fram með ís eða rjóma og súkkulaði rúsínum ef þið viljið gefa þessu þetta extra eins og ég gerði.
Deilið með gleði...
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 10, 2025
Ástakaka Lemon Curd!
Engin venjuleg "ekki" ostakaka, heldur einhver töfra formúla sem hefur verið búin til og enginn af mínu fólki hefur fundið muninn á. Svo, þessi hentar ekki bara fyrir þá sem eru með óþol fyrir ostum eða mjólkuvörum, heldur fyrir alla. Fyrir mína parta, æðisleg ásta/osta kaka.
June 15, 2025
Ástarosta kaka vegan!
Engin venjuleg "ekki" ostakaka, heldur einhver töfra formúla sem hefur verið búin til og enginn af mínu fólki hefur fundið muninn á. Svo, þessi hentar ekki bara fyrir þá sem eru með óþol fyrir ostum eða mjólkuvörum, heldur fyrir alla. Fyrir mína parta, æðisleg ásta/osta kaka.
December 20, 2024