Eplakaka með heitri vanillusósu

July 12, 2024

Eplakaka með heitri vanillusósu

Eplakaka með heitri vanillusósu
Þessi var einstaklega ljúffeng og alveg toppurinn að vera með heita vanillusósu með og hugsanlega hefði verið æðislegt að vera líka með vanilluís kúlu.

120 g Smjör, mjúkt
200 g Sykur
2 Egg
2 tsk Vanilludropar
250 g Hveiti
2 tsk Matarsódi
0.5 tsk Salt
2 tsk Kanill
0.5 tsk Múskat
5 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og fínrifin og safinn geymdur

Hrærið saman mjúku smjörinu og sykri þar til þetta hefur blandast vel saman. 

Bætið því næst eggjum og vanilludropum út í og hrærið þar til blandan er orðin létt og ljós.



Setjið hveiti, matarsóda, salt, kanil og múskat saman í skál og hrærið síðan saman við eggjablönduna þar til þetta hefur rétt svo blandast saman (varist að þeyta of lengi).

Bætið að lokum fínrifnum eplum saman við, ásamt safanum af þeim og blandið varlega saman við með sleif.

Látið í 23-33 cm smurt form eða eldfast form og bakið í 30-35 mínútur við 150°c. 

Njótið vel með ljúffengri og heitri vanillusósunni

Heit vanillusósa

4 msk Smjör
125 ml Rjómi
100 g Sykur
0.5 tsk Vanilludropar




Leiðbeiningar

Hrærið saman mjúku smjörinu og sykri þar til þetta hefur blandast vel saman. Bætið því næst eggjum og vanilludropum út í og hrærið þar til blandan er orðin létt og ljós.

Setjið hveiti, matarsóda, salt, kanil og múskat saman í skál og hrærið síðan saman við eggjablönduna þar til þetta hefur rétt svo blandast saman (varist að þeyta of lengi). Bætið að lokum fínrifnum eplum saman við, ásamt safanum af þeim og blandið varlega saman við með sleif.

Látið í 23-33 cm smurt form og bakið í 30-35 mínútur við 150°c.

Gerið vanillusósuna með því að setja smjör, rjóma og sykur saman í pott og hræra stöðugt allt þar til sykurinn hefur bráðnað. Leyfið þá að malla við vægan hita í um 10 mínútur og hrærið reglulega í blöndunni. Takið af hellunni og bætið vanilludropunum saman við. Haldið heitu þar til sósan er borin fram.

Gæðið ykkur á þessari ljúffengu eplaköku með ríflegu magni af þessari ljúffengu vanillusósu.

Verði ykkur að góðu!

Þakklát fyrir allar deilingar áfram og leyfið mér endilega að heyra hvernig ykkur líkaði ef þið prufið uppskriftina, það má merkja okkur líka á Instagram.

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook

Eða

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Eftirréttir

Finnsk eplakaka!
Finnsk eplakaka!

May 20, 2024

Finnsk eplakaka!
Afar einföld og góð, hvort heldur sem bætt er saman við hana eplum eða rabarabara, jafnvel bláberjum eða öðru gómsætu. Ég setti í hana gómsæt epli og tvöfaldaði uppskriftina að þessu sinni.

Halda áfram að lesa

Royal Bananasplitt
Royal Bananasplitt

April 15, 2023

Royal Bananasplitt
Ég hef haft gaman að því að setja Royal búðingana í smá tvist, þótt svo að sumir í fjölskyldunni vilji bara venjulegan og ekkert tvist þá finnst öðrum oft gaman að

Halda áfram að lesa

Pipp Royal búðingur
Pipp Royal búðingur

April 09, 2023

Pipp Royal búðingur
Þessi er bara einfaldur og góður, stundum alveg óþarfi að flækja hluting um og of alltaf.

Halda áfram að lesa