Creme brulee

October 24, 2022

Creme brulee

Créme brulée
Fyrir 6
Einn af mínum uppáhalds eftirréttum og hentar á veisluborðið allt árið þótt margir tengi hann við jólin. Ég fékk svona um daginn og þá hafði verið settur smá lakkrís í botninn sem var bráðinn og gerði þetta svona pínu öðruvísi en vanalega, alltaf svo gaman að nýjungum. 

Hráefni:
4 eggjarauður
100 gr sykur
250 ml mjólk
250 rjómi
1 skafin vanillustöng eða 2 msk af vanilludropum
Hrásykur

Eggjarauður og sykur þeytt vel saman með 1 msk af vanilludropum.
Mjólkin og rjómi hitað að suðu og restin af vanilludropunum eða stönginni er svo sett út í.
Rjómablandan sett mjög varlega útí eggjablönduna og hrært varlega saman.
Sett í souffléskálar (eða önnur eldföst mót). Formin sett í vatnsbað og bakað við 110°c í 45 mínútur og svo kælt í eina klukkustund.

Hrásykri stráð yfir hverja skál og sett undir grill eða sykurinn brenndur með gasbrennara. 

Vatnsbað þýðir: ofnskúffa með vatni í.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Eftirréttir

Ástarosta kaka vegan!
Ástarosta kaka vegan!

June 15, 2025

Ástarosta kaka vegan!
Engin venjuleg "ekki" ostakaka, heldur einhver töfra formúla sem hefur verið búin til og enginn af mínu fólki hefur fundið muninn á. Svo, þessi hentar ekki bara fyrir þá sem eru með óþol fyrir ostum eða mjólkuvörum, heldur fyrir alla. Fyrir mína parta, æðisleg ásta/osta kaka.

Halda áfram að lesa

Ís með hvítu Toblerone
Ís með hvítu Toblerone

December 20, 2024

Ís með hvítu Toblerone
Ákvað að prufa að gera Toblerone ísinn með hvítu Toblerone, það eru svo sannarlega fleirri en ein útgáfa af honum og er þessi með púðursykri en finna má aðra á síðunni sem er með flórsykri.

Halda áfram að lesa

Eplakaka með heitri vanillusósu
Eplakaka með heitri vanillusósu

July 12, 2024

Eplakaka með heitri vanillusósu
Þessi var einstaklega ljúffeng og alveg toppurinn að vera með heita vanillusósu með og hugsanlega hefði verið æðislegt að vera líka með vanilluís kúlu.

Halda áfram að lesa