Túnfisksalat með sætu sinnepi

July 15, 2020

Túnfisksalat með sætu sinnepi

Túnfisksalat með sætu sinnepi
Mér finnst afar gaman að prufa mig áfram og breyta þessum hefðbundnu uppskriftum og þetta er ein af þeim.

1.dós túnfiskur í vatni
Hálf krukka af Heinz majonesi (hægt að nota líka létt)
1/2 rauðlaukur
Súrar agkúrkur, smátt skorið eftir smekk
Sætt sinnep frá Heinz, 2-3 msk, smakkið til eftir smekk
1.tsk karrí
1.tsk paprikukrydd
3.egg

Sjóðið eggin og kælið vel.
Skerið niður laukinn smátt og súru gúrkurnar. 
Hrærið saman majonesi, sinnepi og kryddi og setjið svo túnfiskinn saman við og eggin.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Salöt

Salat með reyktum silung
Salat með reyktum silung

July 22, 2024

Salat með reyktum silung
Frekar einfalt en rosalega gott ferskt salat með reyktum silungi sem gott er að toppa svo í lokin með djúsí sinnepssósu eða annarri að eigin smekk.

Halda áfram að lesa

Silungasalat með sinnepssósu
Silungasalat með sinnepssósu

March 29, 2024

Silungasalat með sinnepssósu
Elska góð fersk salöt öðru hverju, bæði með mat og eins líka sem máltíð og hérna var þetta notað sem máltíð. Athugið að þar sem ég er bara að gera þarna salat fyrir einn þá met ég sjálf hvað ég þarf mikið af hverju og svo er alltaf hægt að breyta til enda er þetta bara tillaga að ljúffengu salati.

Halda áfram að lesa

Spínatsalat
Spínatsalat

March 09, 2024

Spínatsalat
Ljúffengt spínatsalat með eggi, papriku, tómötum, agúrku og fetaosti, toppað með basamik gljáa. Dásamlega hollt og gott og afar einfaldur kostur sem gott getur verið að gera stóran skammt og hafa með sér í nesti.

Halda áfram að lesa