June 01, 2021
Salat með kjúkling eða án.
Stundum er gott að taka smá salattímabil og njóta með allskonar en þarna er bæði hægt að vera með án kjúklings eða með og oft líka tilvalið að nýta afganga og bæta út í salatið.
Salat freistingarnar, hverju öðru betra.
Íssalat, 1 pakki eða 1 pottur
Agúrka 1/4
Kokteiltómatar, ca 10.stk
Blaðlaukur, 1/4
Fetaostur
Rífið niður salatið eða skerið og setjið í botninn.
Skerið niður tómatana á hálfa parta, sneiðið niður blaðlaukinn og skerið svo gúrkuna niður með ostaskera, svona til tilbreytingar. Bætið svo fetaostinum ofan á. Svo er frjálst að bæta saman við kjúkling en ég notaði þarna kjúklingalundir í rasphjúp sem ég keypti í Costco og hitaði upp og skar í sneiðar. Mjög gott.
Njótið og deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
January 31, 2025
Túnfisk salat al la Mabrúka!
Bjó til þetta æðislega túnfisk salat þar sem ég kryddaði það eingöngu með salt og pipar kryddinu frá Mabrúka, einstaklega fersk og gott. Mæli með!
January 16, 2025
December 16, 2024