Salat með kjúkling eða án.

June 01, 2021

Salat með kjúkling eða án.

Salat með kjúkling eða án.
Stundum er gott að taka smá salattímabil og njóta með allskonar en þarna er bæði hægt að vera með án kjúklings eða með og oft líka tilvalið að nýta afganga og bæta út í salatið.


Salat freistingarnar, hverju öðru betra.


Íssalat, 1 pakki eða 1 pottur
Agúrka 1/4
Kokteiltómatar, ca 10.stk
Blaðlaukur, 1/4
Fetaostur

Rífið niður salatið eða skerið og setjið í botninn.
Skerið niður tómatana á hálfa parta, sneiðið niður blaðlaukinn og skerið svo gúrkuna niður með ostaskera, svona til tilbreytingar. Bætið svo fetaostinum ofan á. Svo er frjálst að bæta saman við kjúkling en ég notaði þarna kjúklingalundir í rasphjúp sem ég keypti í Costco og hitaði upp og skar í sneiðar. Mjög gott.

Njótið og deilið að vild.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Salöt

Salat með reyktum silung
Salat með reyktum silung

July 22, 2024

Salat með reyktum silung
Frekar einfalt en rosalega gott ferskt salat með reyktum silungi sem gott er að toppa svo í lokin með djúsí sinnepssósu eða annarri að eigin smekk.

Halda áfram að lesa

Silungasalat með sinnepssósu
Silungasalat með sinnepssósu

March 29, 2024

Silungasalat með sinnepssósu
Elska góð fersk salöt öðru hverju, bæði með mat og eins líka sem máltíð og hérna var þetta notað sem máltíð. Athugið að þar sem ég er bara að gera þarna salat fyrir einn þá met ég sjálf hvað ég þarf mikið af hverju og svo er alltaf hægt að breyta til enda er þetta bara tillaga að ljúffengu salati.

Halda áfram að lesa

Spínatsalat
Spínatsalat

March 09, 2024

Spínatsalat
Ljúffengt spínatsalat með eggi, papriku, tómötum, agúrku og fetaosti, toppað með basamik gljáa. Dásamlega hollt og gott og afar einfaldur kostur sem gott getur verið að gera stóran skammt og hafa með sér í nesti.

Halda áfram að lesa