February 12, 2020
Ostasalat
Besta ostasalat sem ég fæ oft og hef oftar en ekki útbúið bæði fyrir notalega stund heima fyrir og ég elska að taka þetta með mér í ljósmyndaferðalögin og hefur það þá gert mikla lukku en þá finnst mér mjög gott að bæta út í það annað hvort rækjum eða kjúkling.
Þetta salat hentar ljómandi vel í hvaða veislu sem er, til að taka með í sumó, útileguna og ljósmyndaferðarnar líka!
1 stk. Mexico ostur
1 stk. Papriku ostur
1 stk. rauð paprika
1 stk. græn paprika
1 lítl dós ananasbitar
5 cm bútur af Blaðlauk (púrrulauk)
1 dós sýrður rjómi
150 gr. létt mæjónes
Vínber, skera niður
Dásamlega gott í ferðalögin
Bæta má svo útí rækjum, kjúkling eða öðru eftir smekk
Gott að nota nýtt brauð - snittubrað t.d.
Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 16, 2024
November 30, 2024
November 14, 2024