Hádegis salat með rækjum

March 09, 2020

Hádegis salat með rækjum

Hádegis salat með rækjum
Fyrir 2
Ef maður er duglegur að útbúa fjölbreytt salat þá fær maður ekki leið á þeim og stundum þegar ég er að gera salat þá næ ég að búa til og eiga í þrjá hádegisverði og til að fá ekki leið á því þá bæti ég út í það mismunandi afgangi eða tek út rækjur og skelli út í salatið og sósan getur meira að segja verið mismunandi líka.

¼ höfuð iceberg salat
2 venjuleg salatblöð
2 tómatar
100 gr. Rækjur
½ paprika rauð
½- 1 rauðlaukur
¼ gúrka

Snyrtið og saxið icebergið, skolið tómatana, salatblöðin, rækjurnar og paprikuna.
Sneiðið tómatana í báta.
Takið kjarnana úr paprikunni og skerið þær og laukinn í sneiðar og gúrkuna í strimla.
Raðið grænmetinu á diska og rækjunum á salatblöðin.

Blandið sósuna og hellið henni yfir salatið.

Salatsósa: ½ dl. Olía
½ msk. Edik
¼ tsk. Graslaukur (jurtakrydd)
1 msk. Söxuð steinselja
Salt,pipar

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Salöt

Silungasalat með sinnepssósu
Silungasalat með sinnepssósu

March 29, 2024

Silungasalat með sinnepssósu
Elska góð fersk salöt öðru hverju, bæði með mat og eins líka sem máltíð og hérna var þetta notað sem máltíð. Athugið að þar sem ég er bara að gera þarna salat fyrir einn þá met ég sjálf hvað ég þarf mikið af hverju og svo er alltaf hægt að breyta til enda er þetta bara tillaga að ljúffengu salati.

Halda áfram að lesa

Spínatsalat
Spínatsalat

March 09, 2024

Spínatsalat
Ljúffengt spínatsalat með eggi, papriku, tómötum, agúrku og fetaosti, toppað með basamik gljáa. Dásamlega hollt og gott og afar einfaldur kostur sem gott getur verið að gera stóran skammt og hafa með sér í nesti.

Halda áfram að lesa

Rjómaepla salat
Rjómaepla salat

May 14, 2023

Rjómaepla salat
Ekta rjómasalat með eplum, svo rosalega einfalt og gott að það er hægt að hafa það bæði sem meðlæti og eftirrétt. Snilld!

Halda áfram að lesa