March 09, 2020
Hádegis salat með rækjum
Fyrir 2
Ef maður er duglegur að útbúa fjölbreytt salat þá fær maður ekki leið á þeim og stundum þegar ég er að gera salat þá næ ég að búa til og eiga í þrjá hádegisverði og til að fá ekki leið á því þá bæti ég út í það mismunandi afgangi eða tek út rækjur og skelli út í salatið og sósan getur meira að segja verið mismunandi líka.
¼ höfuð iceberg salat
2 venjuleg salatblöð
2 tómatar
100 gr. Rækjur
½ paprika rauð
½- 1 rauðlaukur
¼ gúrka
Snyrtið og saxið icebergið, skolið tómatana, salatblöðin, rækjurnar og paprikuna.
Sneiðið tómatana í báta.
Takið kjarnana úr paprikunni og skerið þær og laukinn í sneiðar og gúrkuna í strimla.
Raðið grænmetinu á diska og rækjunum á salatblöðin.
Blandið sósuna og hellið henni yfir salatið.
Salatsósa: ½ dl. Olía
½ msk. Edik
¼ tsk. Graslaukur (jurtakrydd)
1 msk. Söxuð steinselja
Salt,pipar
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 16, 2024
November 30, 2024
November 14, 2024