March 09, 2020
Hádegis salat með rækjum
Fyrir 2
Ef maður er duglegur að útbúa fjölbreytt salat þá fær maður ekki leið á þeim og stundum þegar ég er að gera salat þá næ ég að búa til og eiga í þrjá hádegisverði og til að fá ekki leið á því þá bæti ég út í það mismunandi afgangi eða tek út rækjur og skelli út í salatið og sósan getur meira að segja verið mismunandi líka.
¼ höfuð iceberg salat
2 venjuleg salatblöð
2 tómatar
100 gr. Rækjur
½ paprika rauð
½- 1 rauðlaukur
¼ gúrka
Snyrtið og saxið icebergið, skolið tómatana, salatblöðin, rækjurnar og paprikuna.
Sneiðið tómatana í báta.
Takið kjarnana úr paprikunni og skerið þær og laukinn í sneiðar og gúrkuna í strimla.
Raðið grænmetinu á diska og rækjunum á salatblöðin.
Blandið sósuna og hellið henni yfir salatið.
Salatsósa: ½ dl. Olía
½ msk. Edik
¼ tsk. Graslaukur (jurtakrydd)
1 msk. Söxuð steinselja
Salt,pipar
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 12, 2025
Ferskt salat með túnfisk ofl!
Gott hvort heldur að fá sér í hádeginu/kvöldin eða taka með sér í nesti í vinnuna, ferðalagið eða göngutúrinn langa.
January 31, 2025
Túnfisk salat al la Mabrúka!
Bjó til þetta æðislega túnfisk salat þar sem ég kryddaði það eingöngu með salt og pipar kryddinu frá Mabrúka, einstaklega fersk og gott. Mæli með!
January 16, 2025