Graflaxsalat

September 11, 2020

Graflaxsalat

Graflaxsalat
Ekki man ég nú hvar ég fékk hana þessa uppskrift en ég var minnt á hana um daginn með fyrirspurn um hana og þar sem hún var ein af þeim sem ekki eru komnar inn aftur á síðuna eftir breytingarnar þá sendi ég viðkomandi uppskriftina um hæl og fékk þessa dásamlegu mynd senda af salatinu með þeim skilaboðum að salatið hefði gert mikla lukku svo manni hlakkar til að útbúa hana flótlega en hérna kemur hún, njótið og deilið að vild.

200 g graflax, skorinn í litla bita
½ rauðlaukur, smátt saxaður
1 msk kapers
2 msk rauðrófur, skornar í litla bita
1 dl majónes
½ dl graflaxsósa

Setjið allt í skál og blandið varlega saman.
Berið fram með salati, t.d. á ristuðu brauði.
Snittubrauði, langskorið.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Salöt

Pestósalat!
Pestósalat!

November 30, 2024

Pestósalat!
Þessa blöndu fékk ég í hitting hjá vinkonu og þetta sló algjörlega í gegn hjá mér og er einstaklega gott með bæði góðu kexi eða snittubrauði, flottur sælkeraréttur í hvaða veislu/partý sem er. Og aðeins 3 hráefni!

Halda áfram að lesa

Agúrku og radísusalat
Agúrku og radísusalat

November 14, 2024

Agúrku og radísusalat
Sumarlegt og hressandi eitt og sér eða sem meðlæti. Einfaldasta salat sem ég hef útbúið og einstaklega ferskt salat.

Halda áfram að lesa

Salat með reyktum silung
Salat með reyktum silung

July 22, 2024

Salat með reyktum silung
Frekar einfalt en rosalega gott ferskt salat með reyktum silungi sem gott er að toppa svo í lokin með djúsí sinnepssósu eða annarri að eigin smekk.

Halda áfram að lesa