Ferskt salat með túnfisk

June 12, 2021

Ferskt salat með túnfisk

Ferskt salat með túnfisk
Enn ein tillagan af ljúffengu salati. Ég veit að það er lítið mál að henda í eitt stk salat en stundum er bara svo gott að fá smá hugmyndir, svo hérna er ein.

Elska þetta salat, svo ég byrgði mig upp fyrir salatdagana mína.

1.dós túnfiskur í olíu eða vatni, þú velur hvort
1.pk af Lambhagasalati, bæði til í pakka og potti, brakandi ferskt
1.rauð sæt paprika
1/4 agúrka
1/4 blaðlaukur
Kirsuberja tómatar
Fetaostur með olífum og sólþurrkuðum tómötum
Primadonna ostur, eftir smekk

Rífið lambhagasalatið niður í botninn á skálinni. Skerið svo niður allt grænmetið á ykkar hátt og bætið svo ofan á túnfiski, feta og primadonna ostinum.

Njótið og deilið að vild.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Salöt

Rjómaepla salat
Rjómaepla salat

May 14, 2023

Rjómaepla salat
Ekta rjómasalat með eplum, svo rosalega einfalt og gott að það er hægt að hafa það bæði sem meðlæti og eftirrétt. Snilld!

Halda áfram að lesa

Eggjasalat
Eggjasalat

April 16, 2023

Eggjasalat
Allt í einu langaði mig svo í eggjasalat! Hafði ekki gert svoleiðis í 20 ár örugglega og ekki var það lengi gert. Sjóða egg, hræra majó, setja egg útí og smá gúrku líka og papriku, krydda eftir mínum smekk og þá var það tilbúið.

Halda áfram að lesa

Létt síldarsalat
Létt síldarsalat

November 26, 2022

Létt síldarsalat
Hérna var ég að prufa mig áfram í léttu línunni og bjó þá til þetta líka gómsæta, holla síldarsalat og mátti til með að deila því með ykkur.

Halda áfram að lesa