Tagliolini al Tartufo!

June 11, 2025

Tagliolini al Tartufo!

Tagliolini al Tartufo!
Skellti mér í bíltúr í Háls í Kjós til að versla mér smávegis nautakjöt beint frá býli en þar voru þau að selja líka sælkeravörunar frá Tariello svo ég verslaði mér þetta líka fína pasta sem endaði svo með hágæða íslenskum vörum og úr varð Sælkeramáltíð fyrir allan peningin. Þetta er eitt það allra besta pasta sem ég hef fengið.


4 kúlur af Taglionlini pasta
Hálf krukka af Lerkisveppunum (setjið þá í vatn til að bleyta þá upp og mýkja)
1 pk af Lerkisveppasósu frá Vilt að vestan. 
Lerkisaltflögur eða venjulegar, ég keypti mína frá fyrirtækinu Holt og heiðar frá Hallormsstað þegar ég fór þangað en það er væntanlega hægt að finna eitthvað sambærilegt. Sósurnar frá Vilt að vestan fást orðið í Hagkaup síðast þegar ég vissi og á Matarmarkaðinum í Hörpu þegar hann er haldinn, hvorutveggja sem ég mæli 100% með.
Parmesan ost, rifin

Sjóðið pastað sér og útbúið sósuna. Í sósuna er bætt 2 dl af rjóma og 1 dl af vatni


Þegar pastað er soðið og sósan er tilbúin þá er um að gera að setja sósuna yfir pastað og sveppina líka, ég skar svo niður nokkra smátómata líka og bætti saman við, það er þetta extra.


Með þessu var ég með hvítlauksbrauð, sneiðar sem ég keypti 10 saman í poka í Bónus, frystinum, gott að eiga, vont að vanta ;)


Toppað svo með rifnum parmesan osti, algjörg möst.

Afgangarnir!

Eins og margir þekkja orðið hjá mér þá fara afangarnir aldrei til spillis og hérna smellti ég saman nokkrum.


Pastað, maiz hrært saman og hitað upp

Tvær sneiðar af hvítlauksbrauði sett inn í ofn

Hræran sett ofan á brauðsneiðarnar
Eitt steikt egg þar ofan á


Toppað með rifnum parmesan osti.

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.