September 09, 2024
Kryddjurtir og geymsla þeirra!
Oft eigum við til helling af ferskum kryddjurtum sem við höfuð verið að rækta úti yfir sumarið og þá er um að gera að nýta þær vel og þurrka fyrir veturinn svo ekkert fari nú til spillis.
Ég fékk gefins smá búnt af skessujurt og ég skelltil greinunum í ofninn
Raðaði þeim á mottu og inn í ofn á 50°c í um það bil 3-4 tíma
Allt tekið af greinunum
Mulið vel niður
Sett í krukku
Lokið sett á og merkt
Stilkana tók ég frá
Skar þá niður í bita og setti þá í frystipoka og beint í frystinn, gott að eiga í næstu kjötsúpu.
Fleirri upplýsingar um þurrkun krydda sem ég fann á netinu.
Dill eða sólselja (fræðiheiti: Anethum graveolens) er einær eða tvíær kryddjurt. Það er eina tegundin í ættkvíslinni Anethum. Sem kryddjurt er dill víða notað með fiski og agúrkum, og er aðalefnið í dillsósu. Plantan verður 40–60 cm á hæð, stilkarnir eru hávaxnir og grannir og laufblöðin fínleg og um 10–20 cm að lengd. Laufblöðin á dilli eru svipuð þeim á fennikku. Blómin eru gulhvít í lítlum sveipum 2–9cm að þvermáli. Fræin eru 4–5 mm löng og um 1 mm þykk, svolítið bogin.
Þurrkaðu jurtirnar þínar
Auðveldasta leiðin til að geyma jurtir fyrir veturinn er að þurrka þær. Það er hægt að gera með því að binda jurtirnar saman í lítil búnt og hengja á dimmum og hlýjum stað í húsinu. Þannig færðu bæði góðan ilm í húsið og vöndurinn verður til skrauts. Mikilvægt er að jurtirnar fái ekki beint sólarljós eða þorna í ofninum þar sem allir góðir eiginleikar glatast ef hitinn fer yfir 40°. Eftir nokkra daga eru kryddjurtirnar orðnar svo þurrar að þær geta auðveldlega molnað á milli fingranna – þá er hægt að setja jurtirnar í krukkur og upp í kryddhilluna.
Frystið kryddjurtirnar í olíu, snilld sem ég á eftir að prufa.
Einn valkostur er að frysta ferskar kryddjurtir niður í ísmolabakka - þá áttu alltaf til jurtir til að grípa í. Það eina sem þú þarft að gera er að skola kryddjurtirnar létt, taka blöðin af stilknum og setja jurtirnar ofan í ísmolabakkann þannig að þær fylli u.þ.b. helminginn. Fyllið síðan upp með mildri ólífuolíu og setjið í frysti.
Búðu til dýrindis jurtasalt
Það má búa til dýrindis jurtasalt úr kryddjurtum. Notið 2 dl af flögusalti og tvær handfylli af kryddjurtum (án stilka). Blandið vel saman þar til jurtirnar eru fínt saxaðar en saltið er ekki alveg orðið að dufti. Dreifið jurtasaltinu jafnt á bökunarplötu og þurrkið í ofni við 60 gráður í 30 mínútur. Þegar jurtasaltið hefur verið tekið úr ofninum skal hræra og snúa því nokkrum sinnum þar til það er alveg þurrt.
Tips: Þú getur skipt út saltinu fyrir sykur (eða sukrin fyrir sykurlaust afbrigði) og búið til ljúffengan myntusyku í eftirrétti eða sett á brúnina á kokteilglasi.
Gerðu tilraunir með pestó
Ef þú átt fullt af kryddjurtum sem bíða bara eftir notkun geturðu alltaf hent þér í að búa til ljúffengt ferskt pestó. Pestó er til í ótal afbrigðum og bragðast vel á brauð, í salatið eða á fiskinn.
Pestóuppskrift, Basilíku pestó eða Spínatpestó
Ef þið lumið á fleirri upplýsingum um þurrkun og nýtingu á hversskonar kryddjurtum þá eru þær vel þegnar, velkomið að deila þeim með okkur hér eða senda á ingunn@islandsmjoll.is
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni