By Artos!

June 30, 2024

By Artos!

Premium Seasoning blends by Artos
Eru frábær krydd sem koma úr höndum hans Helga B Helgasonar matreiðslumeistara en hann lærði á sínum tíma hjá honum Stefáni í Múlakaffi á árunum frá 1976-1980. 

Helgi B.Helgason

Kryddin eru 100% uppskriftir frá honum Helga og eru unnar og blandaðar á Spáni á svæðinu þar sem hann býr og hefur búið síðastliðin 25.ár. Þær eru blandaðar og pakkaðar í verksmiðjunni og koma í 6.tegundum og hægt að panta þær á síðunni hjá honum.

Helgi er líka mjög spenntur fyrir því að koma kryddunum í sölu hér á Íslandi og verður spennandi að fylgjast með því og hvort hann og við höfum ekki heppnina með okkur og einhver áhugasöm heildsala sé tilbúin í það að flytja þau inn fyrir okkur enda erum við mikil krydd þjóð og alltaf spennandi að fá ný krydd á markaðinn.

Ég er nú þegar búin að prufa fimm þeirra og þau eru alveg einstaklega góð, ég er sérstaklega hrifin af kryddunu með paprikunni og sítrónunni og ég elska kryddið á Graflaxinn, hef bara ekki fengið betri grafinn lax, þvílíka sælgætið fyrir okkur Sælkerana!


Graflaxblandan er léttust af þeim en hún er 270 gr og öll hin eru 290 nema Seasoned Salt, það er 330 gr. 

Grunnurinn að þessu ævintýri hófst hjá honum Helga þann 12.maí 2019 daginn sem hann varð 59.ára...

Ég spurði hann hvaðan nafnið væri komið á kryddlínunni hans og hann sagði það vera komið af millinafninu sínu sem er Birnir en Artos á Gelísku getur þýtt björn
Hann vildi hafa vörunafn sem hægt væri að nota um allan heim og á hann vörumerkið skrásett í Evrópu sem Premium Seasoning Blends By Artos.

Nú það fyrsta sem ég prufaði var SPG kryddblandan með paprikunni sem ég notaði á lamb og var það mjög gott, lék alveg við braglaukana mína og það næsta var Hot Wings Rub kryddblandan sem ég notaði á kjúklingavængi, þar dönsuðu bragðlaukar mínir líka og þar er hægt að leika sér smávegis með kryddið því þeir sem vilja t.d. ekki hafa það mjög sterkt, þeir bitar eru kryddaðir aðeins minna en þeir sem vilja sterkt, kryddið meira og ég er búin að prufa hvorutveggja og þeir voru æðislegir þegar ég kryddaði þá meira en engu að síður mjög góðir minna kryddaðir, næst ætla ég að krydda extra!


Allar tegundirnar 6 - Salt, Pepper & Garlic, Salt, Pepper & Garlic með papriku, Salt, Pepper & Garlic með sítrónu, Seasoned Salt, Hot Wings Rub No 7 og svo að lokum Graflax kryddið.

Sérstaklega gott að krydda grillbrauðið

Og krydda meira ef maður vill...

Hérna er ég með enn eina tegundina, Seasoned Salt með bláa miðanum á lambarifjum sem ég var með.

Setti síðan smá barbeque sósu á í restina, himnesk blanda

Hérna var ég með Hot Wings Rub á kjúklingavængina en það hentar að sjálfsögðu líka vel á allan kjúkling.

Gott með frönskum...


Hérna var ég með Salt, Pepper & Garlic með paprikunni á lítinn Kiðlingahrygg sem ég eldaði mér, alveg svakalega gómsætt. 

Hérna var ég með kjúklingalæri og notaði Hot Wings Rub kryddið

Dásamlega gott með fersku salati og sinnepssósu

Graflax

Sá allra besti Grafni lax sem ég hef fengið!

Sítrónulax - Lax með sítrónublöndunni.

Heimasíða Artos
Feisbókarsíða Artos

Velkomið að deila áfram...takk kærlega fyrir það.

Texti & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

LovaIceland!
LovaIceland!

June 19, 2024 1 Athugasemd

LovaIceland!
Virkilega góð krem sem eru nýleg á Íslenskum markaði en fyrirtækið LovaIceland  var stofnað árið 2017. Vörunar fást orðið víða og hafa íslendingar tekið vel á móti vörulínunni og er hún að á virkilega góð meðmæli.

Halda áfram að lesa

Matarmarkaður Íslands!
Matarmarkaður Íslands!

May 06, 2024

Matarmarkaður Íslands!
Var haldinn í Hörpu dagana 13-14 april 2024 þar sem bændur, sjómenn og smáframleiðendur koma saman og selja afurðina sína beint til neytandans og kynna vörur sínar. 

Halda áfram að lesa

Sinnep Svövu
Sinnep Svövu

April 05, 2024

Sinnep Svövu 
Sinnep Svövu eða Sælkerasinnepið hennar Svövu sem ég kalla það alltaf hefur heldur betur unnið hug sælkeranna. Hún byrjaði með eina tegund en í dag eru þær orðnar sex talsins, hver annarri betri eða að mínum mati, allar góðar og gott að geta valið sitt uppáhalds.

Halda áfram að lesa