Grænkálsjafningur

September 13, 2020

Grænkálsjafningur

GRÆNKÁLSJAFNINGUR
Þessa uppskrift sendi hún Ingibjörg Bryndís til okkar og fær hún hjartans þakkir fyrir. Ég hef sjálf ekki eldað svona jafning en maður á kannski eftir að prufa einn daginn.
Þessi réttur er góður sem sjálfstæður réttur einn og sér og svo líka með öðrum mat.

Hráefni:
1 búnt grænkál (6 leggir)
100 gr smjör eða olía
50 gr hveiti
4 dl mjólk
kryddað með salti og pipar og sykrað eftir smekk (fyrir þá sem mega við því að verða sætari).

Aðferð:
Grænkálið er gufusoðið í 4 mínútur og grófustu leggirnir fjarlægðir, vatnið er látið síga vel af og kálið saxað niður eða hakkað.
Smjörið er brætt og gert að þykkni með því að bæta hveitinu rólega saman við. Síðan er mjólkinni bætt við í smá skömmtum og suðan látin koma upp á milli til að forðast kekki.
Þá er kryddað og soðið í 4 mín, að lokum er grænkálinu bætt útí og soðið áfram í 2 mín.
Ef notað er fryst grænkál er tilvalið að láta það þiðna í jafningnum. Þessi jafningur er góður með öllum mat.
Sykraði að vísu ekki, notaði bara soðið ,mjólk, salt og pipar (sauð leggina ) sagði hún Ingibjörg en það er gott að prufa sig áfram, hver fyrir sig.

Uppskrift og mynd: Ingibjörg Bryndís Árnadóttir

Einnig í Grænmetis & baunaréttir

Fylltir Portobello sveppir
Fylltir Portobello sveppir

September 13, 2020

Fylltir Portobello sveppir
Það er algjör snilld og fljótlegt líka að útbúa fyllta sveppi og það er líka hægt að gera flókna fyllingu og afar auvelda líka, þessi er súper einföld og fljótleg og inniheldur aðeins 3 hráefni.

Halda áfram að lesa

Blómakálsbuff Dana
Blómakálsbuff Dana

August 30, 2020

Blómakálsbuff Dana 
Auðveld og góð eðal grænmetisuppskrift frá henni Sigurlaugu sem hún deilir hérna með okkur. Gott að prufa hana svona jafnvel fyrst og svo er hægt að bæta saman við hana allsskonar grænmeti eftir eigin smekk.

Halda áfram að lesa

Bakaðir tómatar og rauðlaukur
Bakaðir tómatar og rauðlaukur

June 19, 2020

Bakaðir tómatar og rauðlaukur
Þessi blanda af grænmeti saman í ofni var snilld, virkilega bragðgott sem var toppað með Balsamic sírópi og parmesan osti ofan á.

Halda áfram að lesa