Bananabrauð

February 10, 2020

Bananabrauð

Bananabrauð með kanil og hnetum 
Ef þú ert með banana sem eru farnir að dökkna þá ertu svo sannarlega með undirstöðuna í ljúffengt nýbakað banana brauð.

100 g mjúkt smjör 
175 g hunang 
2 egg 
2 bananar 
1/2 tsk kanill 
225 g hveiti 
50 g valhnetur 
50 g brasilíuhnetur 

Smjör,hunang, egg, bananar, kanil og hveiti hrært saman. Hnetunum bætt úti og hrært saman.
Helt í smurt bökunarform og bakað í 35-40 mínútur v/180°C.
Kælt í forminu í 10 mínútur áður en það er borið fram

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Bakstur

Eplakaka með kornflexi
Eplakaka með kornflexi

June 23, 2024

Eplakaka með kornflexi!
Ef maður heldur að það sé bara til ein tegund af eplaköku/pæ þá er það ekki rétt, þær eru heilmargar og hérna á síðunni eru þær að mig minnir 5-6 að verða og engin þeirra eins og allar góðar. Hugsa sér að geta valið svona úr!

 

Halda áfram að lesa

Kotasælubrauð
Kotasælubrauð

February 24, 2024

Kotasælubrauð
Dásamleg uppskrift frá henni Sólveiga sem hún deildi með okkur á
Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni.

Halda áfram að lesa

Rjómabollu kaffi boð.
Rjómabollu kaffi boð.

February 12, 2024

Rjómabollu kaffi boð.
Bollurdagurinn er í dag, bolla bolla. Ég var með bollukaffi í gær og fór auðveldu leiðina og keypti tilbúnar bollur eins og hugsanlega hálf þjóðin.

Halda áfram að lesa